Thursday, December 23, 2010

Roy Hodgson

Roy hefur nú verið við stjórnvölin síðan Júlí og hefur stjórnað liðinu í 17 deildarleikjum unnið 6 gert 4 jafntefli og tapað 7 leikjum og í fyrst sinn síðan ég veit ekki hvenær er Liverpool í mínus í markatölu.

Þessi tölfræði er algjörlega ömurleg og tímbilið 2008-09 var Hodgson að ná betri árangri með Fulham.

Roy er 63 ára og hefur þjálfað ansi mörg lið enn fyrst alvöru starfið sem hann fékk var hjá Svissneska landsliðinu. Hann náði góðum árangri þar og kom Sviss á HM í fyrsta sinn síðan 1966 en hann þjálfaði þá á HM 94. Á HM í 16 liða úrslit en töpuðu fyrir Spáni. Hodgson stýrði þeim svo í undankeppni fyrir Evrópumótið og kom þeim þangað en hætti strax eftir undankepnnina til þess að taka við Inter sem var í miklu basli á Ítalíu.

Roy þjálfaði Inter tvö tímabil en áður en hann kom höfðu Inter menn lennt í 13 og 6 sæti tímabilin á undan. Á fyrsta tímabilinu náði Hodgson 7 sæti og komst í Uefa cup. Á öðru náði hann 3 sæti í deild og komst í úrslit Uefa Cup þar sem þeir töpuðu á móti Schalke og var Hodgson rekinn eftir það.

Næst lá leið hans til Blackburn en þeir höfðu lennt í 13 sæti árið áður. Hodgson náði 6 sæti og komst í Uefa Cup. Næsta tímabil hans hjá Blackburn var hinsvegar talsvert verra og var hann rekinn í desember er Blackburn sátu á botni deildarinnar.

Eftir þetta tók Hodgson aftur við Inter í stuttan tíma sem Caretaker Manager en tók svo við Grasshoppers.

Hodgson var ekki lengi hjá Grasshoppers og tók við Copenhagen árið 2000. Liðið hafði lennt í 8 og 9 sæti tímabilin áður en Roy náði strax á fyrsta tímabili að vinna deildina. Eftir þetta tók hann við Udinese en eftir fimm mánuði var hann rekinn þaðan.

Svo lá leiðin til United Arab Emirates svo til Viking og síðast til Finnlands. Hjá engum af þessum liðum náði hann góðum árangri.

Seinasta liðið fyrir Liverpool var Fulham. Hann tók við Fulham þegar þeir vöru illa staddir en hélt þeim uppi.
Næsta tímabil náði Hodgson 7 sæti og þar með Evrópusæti en þetta var hæsta sæti sem Fulham hefur lennt í.
Á sínu seinasta tímabili með Fulham lenntu þeir í 12 sæti en komust alla leið í úrslit Europa League en þar töpupu þeir á móti Atletico Madrid.

Þegar maður hofir yfir þennan feril hjá manninum velltir maður því fyrir sér hvað hann hefur gert til að vinna sér það inn að stjórna Liverpool. Unnið einn deildartitil með Copenhagen og komist tvisvar í úrslit Uefa Cup(Europa League). Reyndar náði hann líka frábærum árnagri hjá Malmö.

Eina sem gat gerst til þess að hann yrði ráðinn var að gömlu eigandurnir vildu fá mann sem gerðu allt sem þeir vildu, en með tilkomu nýju eigendanna þá býst ég við því að þeir finni annan mann strax.

Annars held ég að Hodgson fái að klára tímabilið og verði svo rekinn. En ég er hræddur að janúar glugginn muni ekki fara vel fyrir okkur ef Hodgson hefur stjórn á kaupunum svo ég vonast til þess að Commolli náungi hafi verið ráðinn til þess að kaupa fyrir Hodgson í Janúar.




Tuesday, December 21, 2010

Fréttir dagsins 21.12

Það stærsta sem hefur gerst í dag er að sky sports segjast hafa heimildir um að Rafeal Benitez hafi verið rekinn frá Inter eftir að hafa verið aðeins við stjórnvölin síðan í sumar. Þetta kemur nú ekki alltof mikið á óvart enda varla búið að tala um annað í erlendum fjölmiðlum undanfarna daga. Eftirmaður Benitez er talinn Leonardo goðsögn nágrannaliðsins AC semur hlítur að koma á óvart enda í fyrsta lagi er hann goðsögn hjá Ac Milan og í öðru lagi náði hann ekki góðum árangri á þessu eina tímabili sem hann þjálfaði Ac Milan sem lætur mann efast um þjálfunnarhæfileika hans.

Í þýska deildarbikarnum vann Hoffenheim Gladbach 2-0 en Gylfi kom Hoffenheim yfir beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik en Gylfi er búinn að spila virkilega vel með Hoffenheim í ár og var valinn af Goal.com 5 bestu kaup sumarsins í Þýskalandi.


Annars gerði Barcelona 0-0 jafntefli á móti Athletic Bilbao í spænska deildarbikarnum í dag

Monday, December 20, 2010

Fréttir dagsins 20.12

Það sem hefur gerst í dag er að Carlos Tevez er hættur við að vilja að fara frá City sem var að tapa 2-1 í spennandi leik á móti Everton en Everton hefur verið mikill vonbrigði í ár og voru í 15 sæti fyrir leikinn í dag.

Antonio Cassano er sagður eiga að skrifa undir hjá AC Milan á morgunn sem gæti vel þýtt að Ronaldinho sé að fara og vonandi endar hann í bítlaborginni.

Annars skoraði Emil Hallfreðsson tvö mörk í dag fyrir lið sitt Verona. Svo blés Iniesta á þá orðróma um að hann væri að fara til City. Einnig framlengdi Sigurður Ragnar samning sinn við kvennalandsliðið sem eru bara góðar fréttir enda hefur hann gert frábæra hluti með þessu liði.

En annars um City leikinn þá komust Everton menn 2-0 yfir en á 60 mín fékk Victor Anichebe rautt spjald og tæpu korteri síðar minnkaði City muninn með sjálfsmarki. Það sem eftir lifði leiks pressaði City en náðu ekki að skora og Kolo Toure náði að krækja sér í rautt spjald á 94 mín, sniðugt hjá honum.

Svo var Eto'o valinn knattspyrnumaður Afríku enn hann er búinn að eiga frábært ár með Inter en hann vann auðvitað þrennuna með þeim á seinasta ári.

Manchester City

Ætla aðeins að tala um Arabaveldi City.

Rétt fyrir loka transfer gluggans 2008 ákveður Arabi að nafni Sheikh Mansour að kaupa Man City og ætlar að gera þá að stærsta fótboltafélgagi heims. Samdægurs kaupir hann Robinho á 32,5 M og verður þar með dýrasti leikmaður sögu deildarinnar og er það enn.

Þarna byrjaði brjálæðið og hefur það aðeins aukist síðan þá. Þeir hafa keypt fyrir u.þ.b 320m og líta ekki út fyrir að vera að fara að minnka peninginn í leikmannakaup. Af 10 dýrustu kaupum deildarinnar eiga þeir 4. Það eru þeir Robinho, Yaya Toure, David Silva og James Milner. Allt eru þetta nú fínir leikmenn en enginn er að fara að segja mér að einhver af þessum leikmönnum séu betri en Torres og Rooney sem kostuðu báðir minna en allir þessir.

Svo þegar maður skoðar árangur City þá er hann virkilega slakur miðað við peninginn sem hefur farið í þetta lið. Árið sem þeir komu lenntu þeir í 10 sæti og svo í fyrra 5. Í ár er loksins farinn að sjást smá árangur en þeir sitja eins og er í 3 sæti.

Það er eitt annað dæmi um svona brjálæði í deildinni enn þá var það Chelsea. Málið með Chelsea var að á firstu þrem árum Abramovich unnu þeir 2 Englandsmeistaratitla plús þeir eyddu bara 268m eða tæpum 52m minna en City.

Og eins og staðan er núna sé ég City ekki vera að fara að vinna eitthvað á næstu árum.

Svo hefur þetta líka haft þær afleiðingar að verðmiðinn á öllum leikmönnum heims er búinn að tvöfaldast og með þessu áframhaldi eyðileggst fótboltinn . Dæmi um þetta er að lið sem vilja ekki selja sínar stærstu stjörnur setja einhvern 50m punda verðmiða á leikmenn sem hefðu hérna fyrir 5 árum verið að fara á 10-15 m og þetta gerir það að verkum að 99% liða hafa ekki efni á þessum leikmönnum.

Sunday, December 19, 2010

Fréttir dagsins

Það er nú ekki mikið sem hægt er að skrifa um í dag þar sem öllum leikjum á Englandi var frestað.
Ég ætla samt að skrifa smá um daginn.

Bayern vann 5-3 útisigur á Stuttgart þar sem Mario Gomez skoraði 3 kvikindi fyrir Bayern en hann er búinn að vera sjóðheitur í undanförnum leikjum í Bundesligunni og er komið með 12 mörk á þessu tímabili. Helvíti gott hjá honum.

Svo voru nokkrir leikir á Ítalíu. Napoli vann Lecce með marki úrugvæanum Cavani á 90 mín og svo gerði Juventus 1-1 jafntefli við Chievo.

Í dag er Sir Alex einnig orðinn sá stjóri sem hefur þjálfað United lengst enn hann komst í dag yfir goðsögninna Sir Matt Busby. 24 ár 1 mánuður og 14 dagar, helvíti langur tími það.

Svo er R. Madrid að keppa á móti Sevilla og voru að lenda manni undir enn Carvalho fékk rautt enn þegar þetta er skrifað er Angel Di Maria að skora fyrir Madrid svo Real eru komnir yfir þrátt fyrir að vera manni færri.

Svo í slúðri er það helst að Jovanovic hefur verið settur á sölulista og vilja Liverpool menn fá 3m fyrir hann en það eru aðeins 6 mánuðir síðan hann var fenginn á frjálsri sölu.

Svo eru líka einhverjar fréttir sem segja konungsfjöldskyldu Qatar ætla kaupa Man Utd svo það er greinilegt að Manchester heillar ríka Araba.

Liverpool í dag

Ég hef verið Liverpool maður frá því að ég koma á þessa blessuðu jörð og er  eins og allir stuðningsmenn Liverpool mjög ósáttur með stöðu mála í dag. Vinnum ekki leik á útivelli og náum ekki einu sinni að fá eitt stig úr þeim leikjum en við erum aðeins búnir að gera tvö jafntefli vinni einn og tapa fimm.

Þetta er tölfræði sem menn eru að segja að hafi verið það sem ætlast var til hjá Fulham, en meira að segja hjá Fulham er þetta óásættanlegur árangur. Af þessum fimm leikjum sem eru tapaðir eru þar tvö lið sem hafa komið upp á seinustu árum.

Heimavallarárnagurinn er aðeins betri en í níu leikjum höfum við unnið fimm tapað tveim og gert tvö jafntefli.
Miðað við árangurinn úti er þetta fínt, en í þessum níu HEIMAleikjum höfum við tapað jafnmörgum leikjum og við gerðum á heilu tímabili hér um árið. Hver getur dæmt fyrir sig en ekki finnst mér þetta  vera eitthvað sem á að vera jákvæði punkturinn í ár.

Við þurfum augljóslega að styrkja hópinn í Janúar enn liðið sem við höfum núna á þó að vera miklu ofar á töflunni en raunin er.

Reina-Einn af betri markmönnum heims og sá besti á Englandi
Johnson-Ekki til mikið betri sóknarbakvörður hægra meginn á Englandi reyndar vesen með varnarleik hans
Aurelio-Af hverju fær þessi maður ekki að spila. Fínn bakvörður og ég myndi segja að aðeins Cole, Evra og kannski Clichy bara kannski séu betri en hann
Kyrgiakos-Búinn að vera okkar besti leikmaður í ár.Nýr Hyypia þótt hann sé nú ekki alveg jafn góður
Skrtel-Okkar lang veikasti hlekkur og verðum að losa okkur við hann. Vil fara sjá Wilson fá fleiri sénsa
Kuyt-Vinnuhestur sem er hinn fínasti leikmaður var lykilleikmaður Hollenska silfurliðsins á HM
Gerrard-Bestur
Lucas-Búinn að bæta sig mikið í ár og er búinn að skila sínu hlutverki á miðjunni með sóma einn af betri ungu miðjmönnum í heimi
Meirelas-Búinn að vera fínn í ár enn ég held hann ennþá betri á næsta ári enda tekur það oft tíma að aðlagast deildinni
Ngog-Ungur og efnilegur framherji enn ekki orðinn nógu góður til þessa að vera aðalsóknarmaður stórliðs svo við þufum að kaupa annan framherja
Torres-Ekki búinn að vera nógu góður í ár enn þegar hann er heitur er hann besti framherji heims

Svo eru einnig nokkrir fínir leikmenn á bekknum eins og Cole, Babel og Maxi.

Þessi hópur er talsvert betri enn hópur Sunderland, Bolton og Newcastle enn samt eru þessi lið öll fyrir ofan okkur á töflunni.

Það sem verður að gerast er að í Janúar þurfum við nauðsynlega annan heimsklassa striker og góðan kantamann. Einnig væri fínt að fá solid miðvörð en framherji og kantmaður eru algjört must buy í janúar.

Svo er það Hodgson. Held að allir stuðningmenn Liverpool séu orðnir þreyttir á honum og vilja hann burt en spurningin er hver mundi taka við einmitt núna? Held að Hodgson fái þetta tímabil og svo ráða NESV gaurarnir einhvern almenninlegan næsta sumar.Við skulum allavega vona það enda hefur þessi maður ekki upp á neitt að bjóða fyrir klúbinn

Saturday, December 18, 2010

Barcelona

Barcelona voru að klára Espanyol úti 1-5. Þetta Barcelona lið er núna bara orðið rugl.

Núna eru komnir 6 leikir í ár sem þeir hafa skorað fimm eða meira og aðeins á móti einu slöku liði Ceuta í Copa del Rey.

Seinust ár hefur Barcelona verið langbesta lið í heimi enn í ár hafa þeir farið langt fram úr því sem þeir voru í fyrra og ekki voru þeir nú slakir þá. Það sem hefur orðið enn betra er að Villa er kominn og skoraði núna rétt áðana 2 mörk og er byrjaður að vera iðinn við kolann eftir ekki alveg nógu góða byrjun enn er samt kominn með 11 mörk í 15 leikjum.

Svo er það Pedro. Að mínu mati einhver vanmetnasti leikmaður heims. Alltaf talað um Messi, Iniesta og Xavi sem eiga það auðvitað skilið enn mér finnst Pedro ekki fá nógu mikið hrós. Drengurinn bara 23 og er í ár búinn að skora 6 og leggja upp 6 í 15 leikjum. Skoraði eins og Villa tvö í dag. Einnig skoraði meistari Xavi eitt fyrir Börsunga.

Í dag er það allavegana þannig að Barcelona eru lang bestir og ekkert lið kemst nálægt þeims og ég mun hlakka til þess að sjá þá rústa Arsenal í 16 liða úrslitum meistaradeildarinnar.

Læt með mörkin úr leiknum.