Roy hefur nú verið við stjórnvölin síðan Júlí og hefur stjórnað liðinu í 17 deildarleikjum unnið 6 gert 4 jafntefli og tapað 7 leikjum og í fyrst sinn síðan ég veit ekki hvenær er Liverpool í mínus í markatölu.
Þessi tölfræði er algjörlega ömurleg og tímbilið 2008-09 var Hodgson að ná betri árangri með Fulham.
Roy er 63 ára og hefur þjálfað ansi mörg lið enn fyrst alvöru starfið sem hann fékk var hjá Svissneska landsliðinu. Hann náði góðum árangri þar og kom Sviss á HM í fyrsta sinn síðan 1966 en hann þjálfaði þá á HM 94. Á HM í 16 liða úrslit en töpuðu fyrir Spáni. Hodgson stýrði þeim svo í undankeppni fyrir Evrópumótið og kom þeim þangað en hætti strax eftir undankepnnina til þess að taka við Inter sem var í miklu basli á Ítalíu.
Roy þjálfaði Inter tvö tímabil en áður en hann kom höfðu Inter menn lennt í 13 og 6 sæti tímabilin á undan. Á fyrsta tímabilinu náði Hodgson 7 sæti og komst í Uefa cup. Á öðru náði hann 3 sæti í deild og komst í úrslit Uefa Cup þar sem þeir töpuðu á móti Schalke og var Hodgson rekinn eftir það.
Næst lá leið hans til Blackburn en þeir höfðu lennt í 13 sæti árið áður. Hodgson náði 6 sæti og komst í Uefa Cup. Næsta tímabil hans hjá Blackburn var hinsvegar talsvert verra og var hann rekinn í desember er Blackburn sátu á botni deildarinnar.
Hodgson var ekki lengi hjá Grasshoppers og tók við Copenhagen árið 2000. Liðið hafði lennt í 8 og 9 sæti tímabilin áður en Roy náði strax á fyrsta tímabili að vinna deildina. Eftir þetta tók hann við Udinese en eftir fimm mánuði var hann rekinn þaðan.
Svo lá leiðin til United Arab Emirates svo til Viking og síðast til Finnlands. Hjá engum af þessum liðum náði hann góðum árangri.
Seinasta liðið fyrir Liverpool var Fulham. Hann tók við Fulham þegar þeir vöru illa staddir en hélt þeim uppi.
Næsta tímabil náði Hodgson 7 sæti og þar með Evrópusæti en þetta var hæsta sæti sem Fulham hefur lennt í.Á sínu seinasta tímabili með Fulham lenntu þeir í 12 sæti en komust alla leið í úrslit Europa League en þar töpupu þeir á móti Atletico Madrid.
Þegar maður hofir yfir þennan feril hjá manninum velltir maður því fyrir sér hvað hann hefur gert til að vinna sér það inn að stjórna Liverpool. Unnið einn deildartitil með Copenhagen og komist tvisvar í úrslit Uefa Cup(Europa League). Reyndar náði hann líka frábærum árnagri hjá Malmö.
Eina sem gat gerst til þess að hann yrði ráðinn var að gömlu eigandurnir vildu fá mann sem gerðu allt sem þeir vildu, en með tilkomu nýju eigendanna þá býst ég við því að þeir finni annan mann strax.
Annars held ég að Hodgson fái að klára tímabilið og verði svo rekinn. En ég er hræddur að janúar glugginn muni ekki fara vel fyrir okkur ef Hodgson hefur stjórn á kaupunum svo ég vonast til þess að Commolli náungi hafi verið ráðinn til þess að kaupa fyrir Hodgson í Janúar.