Núna eru komnir 6 leikir í ár sem þeir hafa skorað fimm eða meira og aðeins á móti einu slöku liði Ceuta í Copa del Rey.
Seinust ár hefur Barcelona verið langbesta lið í heimi enn í ár hafa þeir farið langt fram úr því sem þeir voru í fyrra og ekki voru þeir nú slakir þá. Það sem hefur orðið enn betra er að Villa er kominn og skoraði núna rétt áðana 2 mörk og er byrjaður að vera iðinn við kolann eftir ekki alveg nógu góða byrjun enn er samt kominn með 11 mörk í 15 leikjum.
Svo er það Pedro. Að mínu mati einhver vanmetnasti leikmaður heims. Alltaf talað um Messi, Iniesta og Xavi sem eiga það auðvitað skilið enn mér finnst Pedro ekki fá nógu mikið hrós. Drengurinn bara 23 og er í ár búinn að skora 6 og leggja upp 6 í 15 leikjum. Skoraði eins og Villa tvö í dag. Einnig skoraði meistari Xavi eitt fyrir Börsunga.
Í dag er það allavegana þannig að Barcelona eru lang bestir og ekkert lið kemst nálægt þeims og ég mun hlakka til þess að sjá þá rústa Arsenal í 16 liða úrslitum meistaradeildarinnar.
Læt með mörkin úr leiknum.
No comments:
Post a Comment