Saturday, December 18, 2010

Enska Deildin

Nú hef ég fylgst mikið með deildinni frá því að ég fæddist og get ég sagt ykkur frá því að hún hefur aldrei verið jafnari en í ár.

Fullt af liðum eiga raunhæfan möguleika á evrópusæti þá annaðhvort meistaradeild eða euro league á meðan á seinustu árum hafa það alltaf verið sömu lið. Alltaf voru það Liverpool, Arsenal, Chelsea og Man Utd sem áttu efstu fjögur sætin og ekkert annað lið kom til greina til að hafa af þeim þessi sæti.

Þangað til í fyrra. Allt í einu er City orðið lið araba sem eru fáranlega ríkir og City hefur nánast ótakmarkað budget og svo Tottenham komið með hörku lið.

Eins og staðan er í dag eru það annaðhvort City eða Spurs sem ná þessu 4 sæti með möguleika á að Liverpool gæti tekið seinni hlutann með trompi.
En nú er bara og bíða og sjá, ég tel það öruggt að Chelsea, Arsenal og United hremma efstu þrjú sætin en spurningin er hvaða lið verður í fjórða?

City mundi ég verða að segja sé með besta hópinn en málið er að þetta eru einstaklingar en ekki lið. Tottenham er einnig með mjög góðan hóp og Bale og VDV gætu séða til þess að þeir lendi ofarlega í ár og svo er það Liverpool.

City og Tottenham eru 10 og 5 stigum fyrir ofan þá en ég held við getum ekki afskrifað þetta sigursælasta lið Englands. Með menn eins og Stevie G, Fernando Torres og Reina á maður að búast við allavegana meistaradeildarsæti og eins og ég sagði það er ekkert alltof langt í Tottenham og City en nú þurfa þeir að fara að drullast til að fá einhver stig úti.

No comments:

Post a Comment