Sunday, December 19, 2010

Liverpool í dag

Ég hef verið Liverpool maður frá því að ég koma á þessa blessuðu jörð og er  eins og allir stuðningsmenn Liverpool mjög ósáttur með stöðu mála í dag. Vinnum ekki leik á útivelli og náum ekki einu sinni að fá eitt stig úr þeim leikjum en við erum aðeins búnir að gera tvö jafntefli vinni einn og tapa fimm.

Þetta er tölfræði sem menn eru að segja að hafi verið það sem ætlast var til hjá Fulham, en meira að segja hjá Fulham er þetta óásættanlegur árangur. Af þessum fimm leikjum sem eru tapaðir eru þar tvö lið sem hafa komið upp á seinustu árum.

Heimavallarárnagurinn er aðeins betri en í níu leikjum höfum við unnið fimm tapað tveim og gert tvö jafntefli.
Miðað við árangurinn úti er þetta fínt, en í þessum níu HEIMAleikjum höfum við tapað jafnmörgum leikjum og við gerðum á heilu tímabili hér um árið. Hver getur dæmt fyrir sig en ekki finnst mér þetta  vera eitthvað sem á að vera jákvæði punkturinn í ár.

Við þurfum augljóslega að styrkja hópinn í Janúar enn liðið sem við höfum núna á þó að vera miklu ofar á töflunni en raunin er.

Reina-Einn af betri markmönnum heims og sá besti á Englandi
Johnson-Ekki til mikið betri sóknarbakvörður hægra meginn á Englandi reyndar vesen með varnarleik hans
Aurelio-Af hverju fær þessi maður ekki að spila. Fínn bakvörður og ég myndi segja að aðeins Cole, Evra og kannski Clichy bara kannski séu betri en hann
Kyrgiakos-Búinn að vera okkar besti leikmaður í ár.Nýr Hyypia þótt hann sé nú ekki alveg jafn góður
Skrtel-Okkar lang veikasti hlekkur og verðum að losa okkur við hann. Vil fara sjá Wilson fá fleiri sénsa
Kuyt-Vinnuhestur sem er hinn fínasti leikmaður var lykilleikmaður Hollenska silfurliðsins á HM
Gerrard-Bestur
Lucas-Búinn að bæta sig mikið í ár og er búinn að skila sínu hlutverki á miðjunni með sóma einn af betri ungu miðjmönnum í heimi
Meirelas-Búinn að vera fínn í ár enn ég held hann ennþá betri á næsta ári enda tekur það oft tíma að aðlagast deildinni
Ngog-Ungur og efnilegur framherji enn ekki orðinn nógu góður til þessa að vera aðalsóknarmaður stórliðs svo við þufum að kaupa annan framherja
Torres-Ekki búinn að vera nógu góður í ár enn þegar hann er heitur er hann besti framherji heims

Svo eru einnig nokkrir fínir leikmenn á bekknum eins og Cole, Babel og Maxi.

Þessi hópur er talsvert betri enn hópur Sunderland, Bolton og Newcastle enn samt eru þessi lið öll fyrir ofan okkur á töflunni.

Það sem verður að gerast er að í Janúar þurfum við nauðsynlega annan heimsklassa striker og góðan kantamann. Einnig væri fínt að fá solid miðvörð en framherji og kantmaður eru algjört must buy í janúar.

Svo er það Hodgson. Held að allir stuðningmenn Liverpool séu orðnir þreyttir á honum og vilja hann burt en spurningin er hver mundi taka við einmitt núna? Held að Hodgson fái þetta tímabil og svo ráða NESV gaurarnir einhvern almenninlegan næsta sumar.Við skulum allavega vona það enda hefur þessi maður ekki upp á neitt að bjóða fyrir klúbinn

No comments:

Post a Comment