Monday, December 20, 2010

Manchester City

Ætla aðeins að tala um Arabaveldi City.

Rétt fyrir loka transfer gluggans 2008 ákveður Arabi að nafni Sheikh Mansour að kaupa Man City og ætlar að gera þá að stærsta fótboltafélgagi heims. Samdægurs kaupir hann Robinho á 32,5 M og verður þar með dýrasti leikmaður sögu deildarinnar og er það enn.

Þarna byrjaði brjálæðið og hefur það aðeins aukist síðan þá. Þeir hafa keypt fyrir u.þ.b 320m og líta ekki út fyrir að vera að fara að minnka peninginn í leikmannakaup. Af 10 dýrustu kaupum deildarinnar eiga þeir 4. Það eru þeir Robinho, Yaya Toure, David Silva og James Milner. Allt eru þetta nú fínir leikmenn en enginn er að fara að segja mér að einhver af þessum leikmönnum séu betri en Torres og Rooney sem kostuðu báðir minna en allir þessir.

Svo þegar maður skoðar árangur City þá er hann virkilega slakur miðað við peninginn sem hefur farið í þetta lið. Árið sem þeir komu lenntu þeir í 10 sæti og svo í fyrra 5. Í ár er loksins farinn að sjást smá árangur en þeir sitja eins og er í 3 sæti.

Það er eitt annað dæmi um svona brjálæði í deildinni enn þá var það Chelsea. Málið með Chelsea var að á firstu þrem árum Abramovich unnu þeir 2 Englandsmeistaratitla plús þeir eyddu bara 268m eða tæpum 52m minna en City.

Og eins og staðan er núna sé ég City ekki vera að fara að vinna eitthvað á næstu árum.

Svo hefur þetta líka haft þær afleiðingar að verðmiðinn á öllum leikmönnum heims er búinn að tvöfaldast og með þessu áframhaldi eyðileggst fótboltinn . Dæmi um þetta er að lið sem vilja ekki selja sínar stærstu stjörnur setja einhvern 50m punda verðmiða á leikmenn sem hefðu hérna fyrir 5 árum verið að fara á 10-15 m og þetta gerir það að verkum að 99% liða hafa ekki efni á þessum leikmönnum.

4 comments:

  1. Ef þú ætlar að skíta út City á netinu eins og svo margir aðrir, þá reyndu allavegana að hafa staðreyndir á hreinu.
    Torres kostaði 26,5
    Rooney kostaði 27

    Robinho kostaði 32,5
    Milner 26
    Silva 25
    Y Toure 24

    Sem sagt Robinho er eini sem kostaði meira en þessir 2.

    Eins og ég sagði þú getur skitið City út eins mikið og þú villt ef þér líður eitthvað betur á eftir, það lagar að vísu ekki gengi Liverpool en reyndu að hafa staðreyndir á hreinu

    ReplyDelete
  2. Þetta er bara steypa hjá þér

    Top 10 Premier League Transfers

    1. Robinho: Real Madrid to Manchester City-£32,5m (2008)
    2. Berbatov: Tottenham to Manchester United – £30.75m (2008)
    3. Andriy Shevchenko: AC Milan to Chelsea – £30.8m (2006)
    4. Rio Ferdinand: Leeds to Manchester United – £29.1m (2002)
    5. Juan Sebastian Veron: Lazio to Manchester United – £28.1m (2001)
    6. Michael Essien: Lyon to Chelsea – £24.43m (2005)
    7. Didier Drogba: Marseille to Chelsea – £24m (2004)
    7. James Milner: Aston Villa to Manchester City – £24m (2010)
    7. David Silva: Valencia to Manchester City – £24m (2010)
    7. Yaya Toure: Barcelona to Manchester City – £24m (2010)

    Bumped from the list: Wayne Rooney (Everton to Manchester United for an initial £23m in 2004), Shaun Wright-Phillips (Manchester City to Chelsea for £21m in 2005), Fernando Torres (Atletico Madrid to Liverpool for £20m in 2007)



    Annars veit ég að þetta mun ekki laga gengi Liverpool ég er bara að segja að þetta rugl er að hafa vond áhrif á fótboltann og einnig að þrátt fyrir þetta hafa þeir ekki enn unnið neitt eins og Chelsea gerði á sínum tíma.

    ReplyDelete
  3. Þú ert að taka upplýsingarnar þínar héðan
    http://soccerlens.com/top-10-most-expensive-transfers-in-football/5244/

    Frá Soccerlens sem er ekki fréttasíða heldur blogg síða uppfull af Man Utd aðdáendum.
    Ég tek mínar upplýsingar héðan
    http://www.transferleague.co.uk/

    Svo er bara spurning hvor síðan hefur rétt fyrir sér.

    Ég hef séð nokkrar villur í transferleague en hún er sú réttasta sem ég hef rekist á.

    En þú segir að þetta rugl er að hafa vond áhrif á fótboltann, hvernig þá ? Skoðaðu bara Overall transfers... Real Madrid, Barcelona Inter.
    Christian Vieri Lazio to Inter 1999 . City var þá að koma upp úr 3.deild. Afhverju er það allt í einu núna 2008 - 2010 sem er verið að eyðileggja boltann. City hefur ekki unnið neitt ennþá því þeir eru ennþá að byggja upp liðið og það tekur tíma.
    Liverpool spjallið er uppfullt af pælingum um að kaupa þennan og þennan og ef þið gætuð kayot 4 30 miljóna leikmenn þá myndi enginn Liverpool maður slá hendinni á móti því . Er ekki viss um að kæmi grein hérna í blogginu hjá þér um hið brjálæðislega kaupæði Liverpool. Nema að þér fynnist að City hafi minni rétt en aðrir til að ganga vel og búa til gott fótboltalið

    ReplyDelete
  4. Auðvitað hafa City menn alveg jafn mikinn rétt á að byggja upp fótboltalið og aðrir en það sem ég er að segja er að þessir leikmenn sem City eru að kaupa eru bara ekki þess virði miðað við peninginn sem þeir borga fyrir þá.

    Ég veit að ég var að tala um City í þessari grein en auðvitað á þetta um við önnur stórlið í heiminum eins og Real Madrid og Barcelona.

    En málið er að Milner og Yaya Toure og Silva eru bara ekki jafn góðir og menn sem Barcelona og Real menn fá til sín. City borgar 16m fyrir Kolarov á meðan Real fær Özil til sín á 15m.

    Það er rosalega mikill gæðamunur á þessum leikmönnum og samt kostar sá verri meira. Real hefur lengi verið þannig að þeir kaupa dýra og góða leikmenn en mér finnst City vera að kaupa dýra og ágæta leikmenn.

    Sem gerir að verð á ágætum leikmönnum hækkar upp úr öllu valdi og ef þú ætlar að kaupa fínt backup þarftu að borga á milli 10-15m.

    En ég ætla ekki að vera rífast við þig um hvað þeir kosta en ég hef lesið á fullt af öðrum stöðum þetta verð á Torres og Rooney en ég veit líka að verðið á Torres er stundum hækkað upp út af því að Garcia fór í staðinn til Atletico.

    ReplyDelete