Sunday, December 19, 2010

Fréttir dagsins

Það er nú ekki mikið sem hægt er að skrifa um í dag þar sem öllum leikjum á Englandi var frestað.
Ég ætla samt að skrifa smá um daginn.

Bayern vann 5-3 útisigur á Stuttgart þar sem Mario Gomez skoraði 3 kvikindi fyrir Bayern en hann er búinn að vera sjóðheitur í undanförnum leikjum í Bundesligunni og er komið með 12 mörk á þessu tímabili. Helvíti gott hjá honum.

Svo voru nokkrir leikir á Ítalíu. Napoli vann Lecce með marki úrugvæanum Cavani á 90 mín og svo gerði Juventus 1-1 jafntefli við Chievo.

Í dag er Sir Alex einnig orðinn sá stjóri sem hefur þjálfað United lengst enn hann komst í dag yfir goðsögninna Sir Matt Busby. 24 ár 1 mánuður og 14 dagar, helvíti langur tími það.

Svo er R. Madrid að keppa á móti Sevilla og voru að lenda manni undir enn Carvalho fékk rautt enn þegar þetta er skrifað er Angel Di Maria að skora fyrir Madrid svo Real eru komnir yfir þrátt fyrir að vera manni færri.

Svo í slúðri er það helst að Jovanovic hefur verið settur á sölulista og vilja Liverpool menn fá 3m fyrir hann en það eru aðeins 6 mánuðir síðan hann var fenginn á frjálsri sölu.

Svo eru líka einhverjar fréttir sem segja konungsfjöldskyldu Qatar ætla kaupa Man Utd svo það er greinilegt að Manchester heillar ríka Araba.

No comments:

Post a Comment