Monday, December 20, 2010

Fréttir dagsins 20.12

Það sem hefur gerst í dag er að Carlos Tevez er hættur við að vilja að fara frá City sem var að tapa 2-1 í spennandi leik á móti Everton en Everton hefur verið mikill vonbrigði í ár og voru í 15 sæti fyrir leikinn í dag.

Antonio Cassano er sagður eiga að skrifa undir hjá AC Milan á morgunn sem gæti vel þýtt að Ronaldinho sé að fara og vonandi endar hann í bítlaborginni.

Annars skoraði Emil Hallfreðsson tvö mörk í dag fyrir lið sitt Verona. Svo blés Iniesta á þá orðróma um að hann væri að fara til City. Einnig framlengdi Sigurður Ragnar samning sinn við kvennalandsliðið sem eru bara góðar fréttir enda hefur hann gert frábæra hluti með þessu liði.

En annars um City leikinn þá komust Everton menn 2-0 yfir en á 60 mín fékk Victor Anichebe rautt spjald og tæpu korteri síðar minnkaði City muninn með sjálfsmarki. Það sem eftir lifði leiks pressaði City en náðu ekki að skora og Kolo Toure náði að krækja sér í rautt spjald á 94 mín, sniðugt hjá honum.

Svo var Eto'o valinn knattspyrnumaður Afríku enn hann er búinn að eiga frábært ár með Inter en hann vann auðvitað þrennuna með þeim á seinasta ári.

No comments:

Post a Comment