Tuesday, December 21, 2010

Fréttir dagsins 21.12

Það stærsta sem hefur gerst í dag er að sky sports segjast hafa heimildir um að Rafeal Benitez hafi verið rekinn frá Inter eftir að hafa verið aðeins við stjórnvölin síðan í sumar. Þetta kemur nú ekki alltof mikið á óvart enda varla búið að tala um annað í erlendum fjölmiðlum undanfarna daga. Eftirmaður Benitez er talinn Leonardo goðsögn nágrannaliðsins AC semur hlítur að koma á óvart enda í fyrsta lagi er hann goðsögn hjá Ac Milan og í öðru lagi náði hann ekki góðum árangri á þessu eina tímabili sem hann þjálfaði Ac Milan sem lætur mann efast um þjálfunnarhæfileika hans.

Í þýska deildarbikarnum vann Hoffenheim Gladbach 2-0 en Gylfi kom Hoffenheim yfir beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik en Gylfi er búinn að spila virkilega vel með Hoffenheim í ár og var valinn af Goal.com 5 bestu kaup sumarsins í Þýskalandi.


Annars gerði Barcelona 0-0 jafntefli á móti Athletic Bilbao í spænska deildarbikarnum í dag

No comments:

Post a Comment